Fjögur sjúkraflug á innan við sólarhring.

Sjúkraflug kemur oft í lotum og byrjaði ein slík sl. Laugardag kl: 15:40.

  1. Beiðni um F-1 flug (hæsti forgangur) frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur barst og var farið í það.
  2. Á meðan á því flugi stóð var óskað eftir F-2 flugi (næst hæsti forgangur) frá Höfn til Reykjavíkur og var farið beint þangað er flugi frá Vestmannaeyjum lauk.
  3. Þegar sjúkraflugvélin var síðan á heimleið frá Reykjavík til Akureyrar eftir það flug kom beiðni frá Grímsey um F-2 flug þaðan og inn á Akureyri. Komið var undir miðnætti er okkar maður kom úr því flugi.
  4. Strax morguninn eftir kl: 09:20 var óskað eftir F-1 flugi frá Þórshöfn og þaðan var flogið til Reykjavíkur.

það er ekki svo óvanalegt fyrir SA að fá margar beiðnir á stuttum tíma, en allar þessar beiðnir voru í háum forgangi og því sérstakt að þau kæmu hvert á fætur öðru.