Forvarnadeild slökkviliðsins

  • annast vettvangsskoðanir og úttektir á byggingum m.a. vegna breytinga og nýsmíði. 

     

  • annast skoðanir vegna veitinga- og samkomuhúsa og annarrar leyfisskyldrar starfsemi og umsagnir til sýslumanns, t.d. vegna brennuleyfa og flugeldasölu.

     

  • fer yfir teikningar með byggingafulltrúum Akureyrar og Eyjafjarðar og samkvæmt samningum við sveitarfélög hverju sinni.

     

  • annast upplýsingagjöf vegna reglugerða til bæjaryfirvalda, húsbyggjenda, hönnuða og almennings.

     

  • annast skráningu upplýsinga í gagnagrunna Brunamálastofnunar 

     

  • annast eftirfylgni úttekta og skoðana.

     

  • annast gerð og viðhald fræðsluefnis í tengslum við reglugerðir og nýjungar og með tilliti til þeirrar starfsemi eða stofnunar sem er verið að þjónusta.

     

  • annast fræðslu til stofnana og almennings, bæði bóklega og verklega.

     

  • annast fræðslu fyrir börn og unglinga með forvarnarstarfi og kynningu á starfsemi SA.