Fyrsta stafræna brunavarnaráætlun landsins

Frá vinstri: Maron Berg Pétursson varaslökkviliðsstjóri SA, Grétar Þór Þorsteinsson sérfræðingur á s…
Frá vinstri: Maron Berg Pétursson varaslökkviliðsstjóri SA, Grétar Þór Þorsteinsson sérfræðingur á sviði brunavarna og slökkviliða hjá HMS og Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri SA.

Þann 20. febrúar síðast liðinn samþykkti Akureyrarbær brunavarnaráætlun sveitarfélagsins til næstu fimm ára. Brunavarnaráætlunin er jafnframt fyrsta stafræna brunavarnaráætlun landsins. Stafrænar brunavarnaráætlanir eru unnar í gegnum Brunagátt, sem er miðlæg gátt sem HMS rekur fyrir starfsemi slökkviliða. Sú breyting að brunavarnaráætlunin sé komin á rafrænt form auðveldar alla vinnslu við áætlunina sem og að reikna út áhættumat og viðbragðstíma. 

Helstu niðurstöður brunavarnaráætluninnar eru þær að styrkleiki Slökkviliðs Akureyrar er mjög mikill ef horft er til mannauðs, menntunar og tækjabúnaðar. Mikið er lagt í að æfa, þjálfa og mennta mannskapinn, en á næstu þremur árum er fyrirhugað að útskrifa tíu nýja atvinnuslökkviliðsmenn innan liðsins. Stærsta og brýnasta verkefnið í húsnæðismálum er aðstaða til afeitrunar á mannskap, tækjum og búnaði. Líkt og fram kemur í áætluninni er áætlað að sú vinna fari fram á næstu árum í þremur áföngum. Áhættumat hefur aukist í sveitarfélaginu með tilkomu nýrra fyrirtækja, aukningu ferðamanna, aukningu komu skemmtiferðaskipa og aukinnar áhættu vegna gróðurelda. 

Hægt er að lesa nýsamþykkta brunavarnaráætlun hér.