Ný brunavarnaáætlun SA

Undirritun á Akureyrarflugvelli í morgun
Undirritun á Akureyrarflugvelli í morgun

Brunavarnaáætlun fyrir Slökkvilið Akureyrar var samþykkt af Mannvirkjastofnun í vor og var til umfjöllunar hjá Akureyrarbæ í sumar.

Skjalið var síðan undirritað nú í morgun af sviðstjóra Umhverfis- og mannvirkjasviðs, Guðríði Friðriksdóttur, slökkviliðsstjóra, Ólafi Stefánssyni og forstjóra Mannvirkjastofnunar, Birni Karlssyni.

Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.