Nýir bílar

Bíllinn er með 3.000 lítra vatnstank og er í honum dæla sem getur dælt 5.000 lítrum á mínútu og er það ein öflugasta slökkvidæla í slökkvíbíl á landinu. Bíllinn er útbúinn allri nýjustu tækni á þessu sviði, s.s. 220 volta rafal, ljósamastri, upphituðum skápum, fullkomnum fjarskiptabúnaði og fl. Bíllinn verður sérstaklega útbúinn til vatnsöflunar með lagnabakka á þaki fyrir yfir 1.000 metra af slöngum og er hann hugsaður sem fyrsta viðbragð við eldi þar sem erfitt getur verið að ná í vatn, s.s. í sveitum en er auk þess útbúinn með öllum grunnbúnaði til annara slökkvistarfa.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins afhenti einnig við sama tækifæri formlega körfubíl sem Slökkvilið Akureyrar var að kaupa af þeim. Sá bíll er af gerðinni MAN með lyftubúnað frá Bronto í Svíþjóð. Bíllinn er 18 ára gamall en leysir af hólmi annnan 22 ára. Nýi körfubíllinn er mun öflugri en sá gamli bæði með víðara vinnslusvið og nær auk þess hærra eða upp í 28 metra hæð. Þá staðfesti Slökkvilið Akureyrar sölu á eldri körfubíl til Brunavarna Skagafjarðar.

Einnig fór fram kynning á húsakynnum slökkviliðsins og búnaði þess en gestir voru fjölmargir, m.a. um 40 slökkviliðsstjórar víða að landinu en á laugardag fór fram á Hótel Kea ársfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. Slökkvilið Akureyrar er jafnframt hundrað ára á þessu ári og verða frekari hátíðarhöld í tilefni þess í desember.