Nýja mengunarhýsið komið

Þegar ég tala um mengunarslys þá er það allt eins bílslys, þar sem vinna þarf við mengaðan vettvang þ.e. olíur og bensín. Mjög hæglega er hægt að hengja hýsið aftaní dælubíl í fyrsta viðbragði ef útkalls tilkynning er þess eðlis að menn telja búnaðinn í hýsinu nýtast. Í hýsinu er rafstöð, ljósamastur og forgangsljós. Það er einnig olíumiðstöð sem er ekki aðeins til að halda hita á hýsinu heldur einnig til að vera með yfirþrýsting á akstri, sem gerið það að óhreinindi berast síður inn í hýsið. Í lausabúnaði verða tjöld, hitablásarar, ísogsefni, neistafrí dæla, efnabúningar og handverkfæri svo eitthvað sé nefnt.