Nýr Aðstoðarslökkviliðsstjóri.

Björn Heiðar Sigurbjörnsson hefur verið settur Aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá slökkviliði Akureyrar. Björn Heiðar hefur starfað í faginu frá 1985. Árið 1996 var hann ráðinn sem Slökkviliðsstjóri á Vopnafirði og starfaði við það fram til 2006 þegar hann kom til starfa hjá Slökkviliði Akureyar. 2007 voru slökkviliðin á austurlandi sameinuð undir Brunavarnir á Austurlandi og gengdi Björn þar Aðstoðarslökkviliðsstjórastöðu. Í fyrra hóf Björn Heiðar síðan aftur störf hjá slökkviliði Akureyar sem verkefnastjóri í eldvarnareftirliti.

Björn Heiðar hefur mikla og góða menntun og reynslu til starfans sem mun nýtast okkur vel.

Við hjá slökkviliði Akureyrar bjóðum Björn Heiðar velkomin í stöðu Aðstoðarslökkviliðsstjóra.

Þorbjörn Guðrúnarson

Slökkviliðsstjóri.