Reykur í stigagangi fjölbýlishúss

Stúlka, sem býr við ganginn, fann reykjarlykt og kallaði slökkvilið á vettvang. Kona í annari íbúð hafði verið að baka brauð og lagt það á eldavélina, og taldi sig hafa slökkt á ofninum en hafði óvart kveikt á hellu í staðinn.

Hún vaknaði síðan við komu slökkviliðsmanna, sem reykræstu íbúðina.  Konunni varð ekki meint af og tjón varð óverulegt.

Sjá einnig frétt af vísi.is.