Róleg jólahátíð

Á aðfangadagskvöld varð eitt umferðarslys án teljandi meiðsla.  Að auki voru tveir neyðarflutningar í heimahús auk hefðbundina flutninga milli stofnana.

Jóladagur var sá rólegasti sem við munum eftir en ekkert útkall var alla dagvaktina og alla næturvaktina sem telst einstakt að ekki sé skráð hreyfing á tæki í 24 tíma.

Á annan dag jóla voru síðan nokkrir almennir sjúkraflutningar og eitt sjúkraflug.

Þegar þetta er skrifað, 27. des. hefur ekkert brunaútkall verið frá því 20. desember.

Greinilegt er að fólk tekur mark á áróðri okkar sem hefur staðið yfir frá því í haust, bæði með heimsóknum í grunnskóla, leikskóla og ekki síst með viðveru slökkviliðsmanna í sínum frítíma á Glerártorgi, þar sem þeir seldu reykskynjara og slökkvitæki og gáfu fólki góð ráð varðandi eldvarnir.

Við slökkviliðsmenn erum stoltir af íbúum á okkar svæði og ástæða til að vekja athygli á þessum góða árangri.