Rýmingaræfing í Síðuskóla.

Klukkan 10.00 var síðan gefið merki um að rýma skólann.  Þá var búið að loka einum af aðalútgangi í skólanum.  Vel gekk fyrir nemendur og kennara að komast út þrátt fyrir þetta.

Aðeins tók 2,50 mínútur að koma öllum út.  Allir fóru út eins og þeir eru í kennslutímum þ.e. ýmist á inniskóm eða á sokkum.  Þegar búið var síðan að taka manntal úti og slökkviliðið mætt á staðinn var æfingunni lokið og skólahald tók við á ný.

Æfingar sem þessa gerir bæði nemendur og kennara betur undirbúna að rýma skólann ef til þess kemur.

Nemendur bíða meðan tekið er manntal