Stækkun þjónustusvæðis sjúkraflugs

Sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Akureyrar hafa sé um að manna sjúkraflug sl. 12 ár og því vel klárir í að þjónusta Vestmanneyinga.

Sjúkraflugvél Mýflugs er afar vel búin og hraðfleyg og því gríðar öflugur kostur við sjúkraflug. Einnig fara læknar (sérfræðingar) með í þau flug sem þess er óskað og því þurfa læknar í heimabyggð ekki að yfirgefa sín svæði þegar þessi vél kemur til að flytja sjúklinga þeirra.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.