Sumarafleysingar hjá slökkviliði Akureyrar

Sumarafleysingar hjá Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir sumarstarfsmönnum í stöður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Um er að ræða afleysingastörf í vaktavinnu við sjúkraflutninga, slökkvistörf og reykköfun, björgun og neyðarflutninga.

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8.gr. reglugerðar nr.792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
  • Ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið er skilyrði.
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærileg menntun og reynsla er skilyrði.
  • Þeir sem ráðnir eru til starfa sem slökkviliðsmenn skulu hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og ekki vera haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
  • Hafa jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er skilyrði.

Framangreindum hæfniskröfum er ekki raðað eftir mikilvægi.

Akureyrarbær áskilur sér rétt til að óska eftir meðmælum.

Umsækjendur þurfa að skila inn eftirfarandi fylgigögnum:

  • Læknisvottorði.
  • Sakavottorði.
  • Prófskírteinum.
  • Ljósriti af ökuskírteini.
  • Ökuferilsskrá.

Fylgigögnum má annaðhvort skila til Slökkviliðs Akureyrar eða senda á rafrænu formi í umsóknarferli á heimasíðu Akureyrarbæjar. Fylgigögnum verður að skila eigi síðar en 8.apríl nk.

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.

Nánari upplýsingar um starfið veita Þorbjörn Guðrúnarson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, á staðnum eða í síma 461-4201, fax: 461-4205 eða Björn Heiðar Sigurbjörnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri í síma 461-4202.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2013