Sumarstörf hjá SA

Sumarstörf - Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til starfa í sumarafleysingar. Um er að ræða afleysingastörf við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins

 

Helstu verkefni eru:

 • Útköll og æfingar vegna slökkviliðs
 • Sjúkraflutningar, þjálfun, æfingar og endurmenntun
 • Umhirða tækja og búnaðar Slökkviliðs Akureyrar

 

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

 • Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8.gr. reglugerðar nr.792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
 • Ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið er skilyrði.
 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærileg menntun er skilyrði.
 • Þeir sem ráðnir eru til starfa sem slökkviliðsmenn skulu hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og ekki vera haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
 • Viðkomandi þarf að standast þrekpróf, læknisskoðun auk annarra inntökuprófa.
 • Hafa jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er kostur.
 • Menntun sem slökkviliðsmenn og grunnmenntun í sjúkraflutningum er kostur.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Framangreindum hæfniskröfum er ekki raðað eftir mikilvægi.

 

Með umsókn þarf að skila inn eftirfarandi fylgigögnum:

 • Prófskírteinum.
 • Ljósriti af ökuskírteini.
 • Ökuferilsskrá.
 • Almennri ferilskrá.

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna.

 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri í síma 461-4201 netfang: olafurst@akureyri.is og Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri í síma 461-4202, netfang: holmgeir@akureyri.is

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/vinnustadurinn/storf-i-bodi-sap/view/00002204

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuanddyri Ráðhússins.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2016