Útskrift sjúkraflutningskólans

Til upplýsinga þá hefur skólastarfsemin á síðastliðnu skólaári hefur verið viðamikil og fjölbreytt. Fjöldi námskeiða var 35 og á þeim sátu samtals 540 nemendur. Námskeiðin sem í boði voru á skólaárinu fóru ýmist fram með notkun myndfundbúnaðar milli kennslustaða eða í heimbyggð sjúkraflutningamanna. Stór hluti námskeiðanna, eða 14 talsins, voru haldin á landsbyggðinni þ.e. utan Reykjavíkur og Akureyrar.
Útskriftarhópurinn samanstendur af 47 nemendum sem munu útskrifast sem sjúkraflutningamenn eftir að hafa setið Grunnnámskeið í sjúkraflutningum. Námskeiðið er 128 klukkustunda langt þar sem kennd eru helstu atriði sjúkraflutninga. Þrjú slík námskeið voru haldin á skólaárinu. Tvö námskeiðanna fóru fram með notkun myndfundabúnaðar milli tveggja staða, annars vegar Akureyri og Ísafjörður samtímis og hins vegar Reykjavík og Siglufjörður. Verklegar æfingar fóru fram á hverjum námsskeiðsstað fyrir sig.
Einnig munu útskrifast 16 nemendur sem sátu Neyðarflutninganámskeið sem fram fór í Reykjavík, en það er framhaldsnámskeið fyrir sjúkraflutningamenn. Námskeiðið er viðamikið og felst í bóklegri og verklegri kennslu ásamt starfsþjálfun á neyðarbíl Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins svo og á bráðadeildum Landspítala háskólasjúkahúss og FSA. Námskeiðið er 317 klukkustunda langt.
Auk ofangreindra námskeiða voru haldin fjölmörg önnur námskeið s.s. endurmenntunarnámskeið fyrir sjúkra- og neyðarflutningamenn, námskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna, námskeið í meðhöndlun og flutningi slasaðra, námskeiðið “Segja það rétta – gera það rétta” svo eitthvað sé nefnt. Flestir þátttakendanna á ofangreindum námskeiðum voru sjúkraflutningamenn og næst á eftir þeim komu hjúkrunarfræðingar, einnig tóku læknar, björgunarsveitamenn, lögreglumenn o.fl. þátt í námskeiðum á vegum skólans.

Tekið af vef Sjúkraflutningaskólanns www.ems.is