Vatnselgur / Aurskriður

Um kl 20:00 fékk Slökkvilið Akureyrar ábendingu um að ástand gagnvart vatnssöfnun innst í Grenilundi þarfnaðist athugunar. Um kl: 09:50 er tilkynnt um vatn í kjallara á húsi númer 17 skömmu síðar er einnig tilkynnt um vatn í kjallara á 19. Um kl 22:41 er óskað eftir að vatni sé dælt úr kjallara húss við Urðargil.  Kallaðir voru til menn af frívakt og dælubílar sendir á vettvang. Unnið hefur verið sleitulaust við dælingar í nótt og stendur dæling enn yfir. Lögð var vatnslögn um eins kílómeters leið til að koma vatni frá Grenilundi. Sett var upp aðgerðarstjórn Slökkviliðs og Lögreglu til að halda utan um og stýra aðgerðum. Björgunarsveitir ásamt flutningsaðilum voru fengnir til að standa að verðmætabjörgun úr þeim húsum sem verst stóðu í þessu vatnsflóði. Um 01:27 barst beiðni um aðstoð í vatnsleka í Iðnaðarsafninu, björgunarsveit var fengin til að aðstoða við veðmætabjörgun og starfsmenn dældu vatninu út. Önnur beiðni barst síðan um 03:40 og við skoðun á staðnum töldu eigendur sig ráða við ástandið. 06:35 var síðan tilkynnt um aurskriðu við bæinn Grænuhlíð engin slys á fólki.

Slökkviliðið vill þakka þeim fjölmörgu aðilum sem komu og aðstoðuðu við þessi verkefni næturinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að finna þennan mikla og jákvæða stuðning ólíkra aðila þegar á reynir.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu.

Scanian í

Næstu skref ákveðin, f.v. Láki, Friðrik stjórnandi dælumála hjá SA og Pétur frá Framkv.miðstöð Ak.

Brosað í gegnum vatnselginn...

Staða mála um 13:30, búið að dæla í 16 tíma og vatnið mikið að sjatna.

Rosenbauer Fox dæla, frábært verkfæri, sló ekki feilpúst í 16 tíma.

Dugar ekki annað en þurrgalli, Gauti Þór og Valur dælumenn.

Slöngulagnir, 2x4