Verslunarmannahelgin 2006

Í heildina séð gekk helgin nokkuð vel og engin stærri slys urðu.  Hins vegar er rétt að hafa áhyggjur af auknum fjölda útkalla vegna elda, þá sérstaklega vegna þess að í nánast öllum tilfellum var talið að um íkveikju hafi verið að ræða. 
Þeir sem voru á vakt um helgina lýstu yfir áhyggjum yfir virðingarleysi margra gagnvart störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, bæði var veist að mönnum við störf og gerðar tilaunir til að stela búnaði slökkviliðs.  Þótt allur meginþorri gesta hátíðarinnar hafi verið sjálfum sér til sóma þá virðist sá hópur stækkandi sem kemur sérstaklega til að vera öðrum til leiðinda.