Vinningahafar í eldvarnargetraun

Getraunin var lögð fyrir alla þriðju bekki í landinu í framhaldi af heimsókn slökkviliðsmanna í skólana í lok nóvember og byrjun desember sl. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á slökkvistöðinni á Akureyri í gær en alls voru veitt 34 verðlaun á landinu öllu. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar og skoðunarferð um slökkvistöðina þar sem slökkviliðsmennirnir sýndu börnunum m.a. hvernig reykköfunarbúningur virkar.  Settar hafa verið nokkrar myndir frá fræðslunni í desember s.l. og má sjá þær hér.

Slökkviliðið - eldvarnargetraun 2008 hópur

Vinningashafarnir Héðinn Ingimundarsson og Sigrún Rós Brynjólfsdóttir ásamt starfsmönnum SA. Fv. Þorlákur Snær Helgason, Friðrik Jónsson, Magnús Smári Smárason, Gauti Þór Grétarsson, Þorbjörn Haraldsson, Ingimar Eydal og Magnús Viðar Arnarsson.

Slökkviliðið - eldvarnargetraun 2008 sjúkrabíll

Í sjúkrabílnum fengu Héðinn og Sigrún Rós að prófa hlustunarpípuna og heyra hjartsláttinn í Magnúsi Smára Smárasyni.

 

 Frétt af akureyri.is