Fréttir

Ný störf slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna

SHS auglýsti eftir slökkviliðs-og sjúkraflutningamönnum 11. september síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út rúmum tveimur vikum síðar eða mánudaginn 26. september. Hátt í eitt hundrað umsóknir bárust. Búið er að fara yfir umsóknir og þeir sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru hafa verið boðaðir í þrekpróf. Hinir fá sent bréf frá SHS á næstunni. Talsverðar kröfur eru gerðar til líkamsburða, þreks og almennra þjálfunarþátta. Auk þess er krafist iðnmenntunar, (sveins- eða vélstjóraprófs), sem nýtist í starfi eða sambærilegrar menntunar, (stúdentsprófs), og reynslu. Reiknað er með að nýir starfsmenn hefji störf 1. desember. Auglýsing Atvinnuumsókn Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Eftirfarandi kröfur eru gerðar: Umsækjendur þurfa að: Vera reglusamir og háttvísir. Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera lausir við lofthræðslu og innilokunarkennd. Hafa aukin réttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið. Nóg er að umsækjandi hafi öðlast aukin ökuréttindi þremur mánuðum eftir ákvörðun um ráðningu. Hafa iðnmenntun (sveins- eða vélstjórapróf) sem nýtist í starfi eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu. Fylgigögn Læknisvottorð. Vottorð frá heimilislækni þar sem fram kemur að umsækjandi sé talinn hæfur til að starfa sem slökkviliðsmaður. Prófskírteini. Ljósrit af prófskírteinum og öðrum upplýsingum um menntun. Sakavottorð. Það fæst í afgreiðslu lögreglustjóra í Borgartúni 7b í Reykjavík eða embætti sýslumanns á hverjum stað úti á landi. Ökuferilsskrá. Hún fæst einnig í Borgartúni 7b eða lögreglu á hverjum stað á landsbyggðinni. Rétt er að taka fram, að fólk sem býr á landsbyggðinni en er í Reykjavík getur nálgast þessi gögn hjá lögreglustjóra í Borgartúni 7b í Reykjavík. Þeir sem uppfylla almenn skilyrði þurfa að vera reiðubúnir að gangast undir margvísleg próf, svo sem: Styrkleikapróf, 3.000 m hlaupapróf og sundpróf Próf vegna lofthræðslu og innilokunarkenndar Próf í almennri þekkingu og tungumálum Aksturspróf Göngupróf á bretti í eldgalla með reykköfunartæki á bakinu Læknisskoðun, hjóla- og áreynslupróf. Nánar um ráðningarferlið. Frekari upplýsingar veita Kristín Þorsteinsdóttir og Jón Jón Friðrik Jóhannesson í síma 528 3000 á skrifstofutíma.