Fréttir

Bátaskýli brennur

Um 22:20 í gærkvöldi fékk Slökkviliðið tilkynningu um eld í bátaskýli í svonefndum Veigastaðabás, í Vaðlaheiði handan Akureyrar.

Bílvelta við Fosshól

Slökkviliðið var nú í kvöld kallað út vegna bílveltu við Fosshól en þar hafði jeppi með 5 manns oltið út af veginum.  Einn var fastur í bílnum og var því tækjabíll sendur á staðinn ásamt sjúkrabíl.  Einnig komu tveir sjúkrabílar frá Húsavík ásamt lögreglu með klippur.

Viðbúnaður vegna rútuslyss

Kl. 13:10  í dag, sunnudag, var óskað eftir viðbúnaði vegna rútuslyss í Fljótsdal.  Óskað var eftir að sjúkraflug yrði virkjað eins og hægt væri.  Strax var haft samband við Mýflug og Flugfélag Íslands og þeir beðnir um að virkja það flug sem væri í boði.  Ennfremur var greiningarsveit FSA kölluð út.

Nýjir liðsmenn í hjólahjálpina

Ánægjulegt að sjá að félagar okkar á Höfuðborgarsvæðinu hafa tekið upp "hjólahjálp" sem viðbót í þjónustu þá sem slökkviliðið veitir.  Þeir ganga þó skrefinu lengra en við hér á Akureyri og eru á mótorhjóli en við erum "ennþá" bara á reiðhjólum. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að okkar gamli félagi og slökkviliðsstjóri, Erling Þór Júlínusson skuli taka þátt í að leiða þetta verkefni ásamt fleirum. Til hamingju með þetta skref SHS!