Fréttir

Þakkir

Páll Brynjar öryggisstjóri Bílaklúbbs Akureyrar færði Magnúsi V. Arnarssyni deildarstjóra forvarnardeildar Slökkviliðs Akureyrar þakklætisvott frá klúbbnum á dögunum.

Æfingar í Sæbjörg

Undanfarna daga hefur hluti slökkviliðsmanna verið við æfingar í Sæbjörginni, skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna.

Málþing um bráðaþjónustu á landsbyggðinni

Haustþing Læknafélags Akureyrar og Norðausturlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið á Akureyri laugardaginn 4. október. Efni þingsins fjallar um bráðaþjónustu á landsbyggðinni og er verið að vinna í dagskránni sem verður tilbúin á næstu vikum. Þeir sem hafa áhuga ættu að taka þennan dag frá og fylgjast með nánari upplýsingum um haustþingið á vef Sjúkraflutningaskólans.