Fréttir

Eldvarnir í leikskólum, Logi og Glóð.

Í gær lauk heimsóknum okkar til elstu barnanna í öllum þeim leikskólum sem eru á okkar stafsvæði.  Þessar heimsóknir eru hluti af samstarfi milli elstu barnanna í leikskólunum, slökkvilið Akureyrar og Eignarhalsfélags Brunabótafélags Íslands.

Skýrsla um sjúkraflutninga

Þessi frétt er fengin af vef Sjúkraflutningaskólans www.ems.is Skýrsla nefndar um sjúkraflutninga á Íslandi var kynnt fyrir heilbrigðisráðherra í ráðherrabústaðnum að Tjarnargötu sl. föstudag. Nefndarmenn fengu tækifæri til að fylgja skýrslunni úr hlaði og kynna innihald hennar fyrir ráðherra og hans samstarfsfólki. Í framhaldinu mun ráðuneytið fara yfir skýrsluna og er því boltinn í þeirra höndum. Nálgast má skýrsluna rafrænt hér.

Námskeið undanfarið

Á þessum tíma er yfirleitt mikið að gera í ýmsum námskeiðum.  Í janúar og febrúar hafa allir starfsmenn lokið árlegum endurmenntunarnámskeiðum í sjúkraflutningum frá Sjúkraflutningaskólanum.  Tveir starfsmenn eru einnig í grunnnámi í sjúkraflutningum, auk þess sem einn starfsmaður sótti námskeið sem þjálfunarstjóri í yfirtendrun og slökkviliðið átti tvo nemendur og einn kennara á námskeiðinu ILS (Immediate Life Support).  Þrír starfsmenn luku einnig þjálfun sem Neyðarflutningamenn og þeir luku einnig námskeiði fyrir þá sjúkraflutningamenn sem fara í sjúkraflug.