Fréttir

Ekkert fikt

Í vikunni lauk heimsóknum okkar í 7. bekki í grunnskólum hér á starfssvæði Slökkviliðs Akureyrar einnig fórum við í grunnskólann á Dalvík.  Var þetta liður í átaki í forvörnum í kringum áramótin unnið í samvinnu með lögreglu..  Farið er yfir þær hættur sem geta skapast í kringum flugelda og hvað bera að varast.  Höfðað er sérstaklega til drengja þar sem að þeir eiga það til að vera fikta með flugelda, taka þá í sundur og  safna púðrinu saman til að reyna að búa til öflugri sprengjur.  Þessar heimatilbúnu sprengur eru stórhættulegar og hafa oft valdið miklum skaða.

Annasöm helgi

Helgin var annasöm hjá liðinu um en  15 sinnum var liðið kallað út til starfa. 

LSS verkefni

Í síðustu viku lauk heimsóknum í alla grunnskóla á Akureyri ásamt Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla, Hrísey og Valsársskóla þar sem að öll átta ára börn voru frædd um helstu atriði eldvarna.  Þessar heimsóknir voru liður í Eldvarnarátaki 2009 sem að Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ( LSS ) stóð fyrir.

Eldur í skipi við Slippinn

Rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun var Slökkvilið Akureyrar kallað út vegna elds í rannsóknarskipinu Posedon sem liggur við Slippkantinn á Akureyri.

Æfing með hjálparliði í Eyjafirði.

Þann 3. nóvember s.l var haldin æfing með hjálparliði  slökkviliðs Akureyrar (SA) í Eyjafirði. En SA og björgunarsveitin Dalbjörg gerðu með sér samkomulag um mönnun þess og æfingar í desember á síðasta ári.

Leikskólaheimsóknir

Eldvarnir í leikskólum, Logi og Glóð. Í dag lauk heimsóknum okkar til elstu barnanna í alla leikskóla á stór Eyjafjarðarsvæðinu að Dalvík meðtöldu.  Þessar heimsóknir eru hluti af samstarfi milli leikskólanna, Slökkviliðs Akureyrar og Eignarhalsfélags Brunabótafélags Íslands.  Þar sem að elstu börnin í leikskólunum gerast sérstakir aðstoðamenn slökkviliðsins og fara yfir að brunavarnir í leikskólunum séu í lagi.

Flugvallarfræðsla

Þá er flugvallarfræðslu lokið þetta árið. Slökkvilið Akureyrar sér um fræðslu á flugvöllum landsins samkvæmt samningi þar um.

Manni bjargað úr brennandi húsi

Rétt fyrir kl hálf níu í kvöld var slökkviliðið kallað út vegna mikils reyks frá húsi við Barmahlíð á Akureyri. 

Æfing með FSA og sænskri sjúkraflugssveit

Á laugardaginn tók Slökkvilið Akureyrar þátt í stórri æfingu með Sjúkrahúsinu á Akureyri, Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri og SNAM sem stendur fyrir The Swedish National Air Medevac en þeir komu til Akureyrar með sérútbúna Boeing 737 sjúkraflugvél sem getur tekið tugi sjúklinga, þar af 6 gjörgæslusjúklinga.

Róleg og þægileg helgi

Helgin hjá slökkviliði Akureyrar hefur verið róleg og þægileg.