Fréttir

Segjum stopp!!

Félag hjúkrunarfræðinga í samstarfi við slökkviliðs- og sjúkraflutningamann efna til fjöldagöngu gegn umferðarslysum til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðinni og sýna samhug og samstöðu með þeim sem slasast hafa alvarlega. Frumkvæði að þessari göngu kemur frá hjúkrunarfræðingum við Landspítala háskólasjúkrahús en hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutingamenn hér norðan heiða hafa slegist í för með samsvarandi göngu þannig að gengið verður samtímis í Reykjavík og á Akureyri.  Markmiðið er að vekja þjóðina til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Gengið verður af stað þriðjudaginn 26. júní 2007 klukkan 17:00 frá þyrlupalli FSA (sunnan við FSA).

Slys í Hörgárdal

Alvarlegt umferðarslys varð í Hörgárdal nú rétt eftir hádegi þegar tveir bílar skullu saman. Sendir voru tveir sjúkrabílar og dælubíll, með klippur á staðinn en ekki kom til þess að þær voru notaðar.  Ökumenn voru einir í bílunum og slösuðust þeir báðir og voru fluttir með sjúkrabílum á FSA.

Mikið annríki um helgina.

Þjóðhátíðarhelgin var mjög annasöm hjá Slökkviliði Akureyrar. Samtals eru skráð þrjátíu og sex útköll í dagbók slökkviliðsins frá föstudegi til sunnudags. Þar af voru sex eldútköll, átján neyðarflutningar, fjórir almennir flutningar, fimm sjúkraflug, einn vatnsleki og tveir líkflutningar. Auk þess stóðu slökkviliðsmenn vaktir í Boganum á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar en þess má geta að tveir bílar Slökkviliðsins voru þar til sýnis. Auk þess var fyrsta "Hjólahjálpin" á 17. júní en tveir sjúkraflutningamenn á reiðhjólum, hlöðnum búnaði stóðu vaktina í Lystigarði og miðbæ meðan á hátíðarhöldum stóð.  Körfubíll var einnig til aðstoðar við kassaklifur í miðbænum sem voru hluti skemmtiatriða dagsins.

Hjólahjálp

Slökkvilið Akureyrar setur af stað nýtt verkefni "hjólahjálpin"

Klórgasleki hjá Mjöll-Frigg

Efnaverksmiðja Mjallar-Friggjar var rýmd í morgun eftir að klórgas lak út í rými í kjallara hússins. Það varð með þeim hætti að klórgasslanga gaf sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar náði að skrúfa fyrir lekann áður en Slökkviliðið kom á vettvang.