Fréttir

Eldur í myndlistaskólanun á Akureyri

Rétt fyrir miðnætti barst slökkviliði Akureyrar tilkynning um eld í myndlistarskólanum í Kaupvangsstræti (listagili). Allt vakthafandi lið frá aðalstöð og flugvelli var kallað á staðinn, ásamt því að mannskapur af tveimur frívöktum var kallaður til. Reykafarar hófu þegar leit í húsinu en mikill reykur og hiti var á miðhæð hússins.

Dæling úr Margréti

Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning í nótt um að skip væri farið að hallast við Krossanesbryggju. Talið var nauðsynlegt að grípa til aðgerða og gengu hafnarverðir og slökkvilið í málið.