Fréttir

Þrek og Þol á þriðjudögum.

Undanfarna tvo þriðjudaga hafa slökkviliðsmenn á vakt stundað þrek og þolæfingu með reykköfunartæki.

Góðir gestir

Í dag komu í heimsókn góðir gestir. Um var að ræða börn og leiðbeinendur þeirra á leikjanámskeiði KA og Þórs.

Óskar S. Óskarsson látinn

Óskar Stefán Óskarsson slökkviliðsstjóri á Sauðárkrók er látinn, 46 ára að aldri.  Hann var bráðkvaddur í Tyrklandi þar sem hann var í sumarleyfi með fjölskyldu sinni. Hann verður jarðsettur frá Sauðárkrókskirkju kl. 14 laugardaginn 14. júlí nk.

Mikið Annríki í sjúkraflugi

Mikið annaríki hefur verið í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar, Í júní mánuði var farið í 48 sjúkraflug á 30 dögum.

Slökkviliðsmenn á námskeiði í Noregi

Tveir liðsmenn Slökkviliðs Akureyrar, þeir Þorlákur S. Helgason og Alfreð Birgisson, fóru nú í júní á fimm daga námskeið fyrir flugvallarslökkviliðsmenn á Gardemoen flugvelli við Osló á vegum Flugstoða og Slökkviliðs Akureyrar.  Þessir starfsmenn hafa einmitt séð um flugvallarfræðslu fyrir starfsmenn Flugstoða á landsbyggðarflugvöllum samkvæmt samningi SA og Flugstoða en Þorlákur er umsjónarmaður flugvallarfræðslunnar.

Slökkviliðsmenn á frívakt bjarga 6 ára dreng frá drukknun.

Sex ára gamall drengur var hætt kominn í Sundlaug Akureyrar á mánudag í síðustu viku en sundlaugargestir sáu til drengsins sem var meðvitundarlaus á botni laugarinnar. Drengnum var strax bjargað á land og svo vel vildi til að á staðnum voru tveir menn úr Slökkviliði Akureyrar, auk hjúkrunarfræðings og tveggja lækna.  Jón Knutsen slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður stjórnaði endurlífgun en Jón er menntaður í björgun á sundstöðum og hefur m.a. kennt sunlaugarstarfsfólki og stjórnað æfingum þeirra undanfarin ár.Drengurinn komst fljótlega til meðvitundar og var fluttur á FSA.  Hann fékk að fara heim daginn eftir og heilsast vel.