Fréttir

Eldur í Becromal

Í gær kom upp eldur í einni af vélum Becromal í aflþynnuverksmiðju fyrirtækissins við Krossanes.

Sjúkraflug komið í gang

Nú er orðið fært fyrir sjúkraflug en það hefur verið ófært síðan gosið hófst í Grímsvötnum.

Útskriftardagur Loga og Glóð

Verkefnið er unni í samvinnu við Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Við erum að klára fjóða árið með þetta verkefni sem hefur gengið mjög vel. Það eru elstu börnin í leikskólunum sem vinna að þessu verkefni með okkur og skoða leikskólann sinn einu sinni í mánuði, þar sem farið er yfir nokkur öryggisatriði í leikskólunum. Verkefnið er í rauninni tvískipt við byrjum á því að heimsækja leikskólana á haustin og ræðum við starfsfólkið sem kemur til með að sjá um verkefnið fyrir leikskólans hönd. Í október fórum við síðan í heimsókn í alla leikskólana á stór Akureyrarsvæðinu, ( Svalbarðseyri, Hrafnagil, Hörgárbyggð með líka) einnig sjáum við um þessa fræðslu í þremur leikskólum á Dalvík. Í þessari heimsókn þá mættu 2 slökkviliðsmenn og fóru þeir í verkefnið með börnunum og sýndu svo slökkvibifreið í framhaldi. Alls heimsóttum við 20 leikskóla í þessu verkefni í vetur.