Fréttir

Nýársnótt róleg og notaleg

Ekki þurfti að kalla út slökkvibíla liðsins á nýársnótt sem telst mjög gott.  Áramótafögnuður Akureyringa og nærsveitunga  fór því afar vel fram. Sjúkrabílar liðsins voru kallaðir 6 sinnum út í minni háttar óhöpp.

Gleðilegt nýtt ár

Slökkvilið Akureyrar sendir landsmönnum öllum óskir um gleðilegt nýtt ár.

Friðsæl jól

Jólin hjá okkur voru með friðsælasta móti.  Ekkert brunaútkall hefur orðið frá 20. desember og er það langt undir meðaltali. Íbúar á starfsvæði SA hafa því greinilega farið sérstaklega varlega um hátíðirnar þegar áhætta vegna kertaljósa og eldamennsku hefur verið í hámarki.  Greinilegt er að öflugt forvarnarstarf hefur skilað árangri og full ástæða til að hrósa íbúum fyrir þennan góða árangur.

Gleðileg jól

Fiskibolluveisla

Hjá Slökkviliði Akureyrar starfar kona að nafni Anna Gunnlaugsdóttir.  Hún sér um ræstingar í hálfu starfi og skrifsfofustörf í hálfu starfi.  Hún er einstakur gleðigjafi og hefur ráð undir rifji hverju.  Í hádeginu í dag bauð hún upp á kreppumat fyrir þá starfsmenn sem vildu.  Þetta reyndist dýrindis máltíð, fiskibollur með öllu tilheyrandi og apríkósugrautur með ís í eftirmat.

Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Þann 15. desember undirrituðu Slökkvilið Akureyrar og Hjálparsveitarin Dalbjörg samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að Hjálparsveitin Dalbjörg tekur að sér að aðstoða Slökkvilið Akureyrar við slökkvi- og björgunarstörf í Eyjafjarðarsveit og nágrenni.

Eldvarnavikan 2008

Í síðustu viku var klárað að heimsækja alla 3. bekki í grunnskólum hér á starfssvæði slökkviliðs Akureyrar.  Var það liður í átaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.  Farið var yfir þær hættur sem geta skapast á aðventunni í sambandi við kerti, kertaskreytingar og jólaljós.

Grunur um eld að sveitabæ

Rétt eftir miðnætti í nótt barst slökkviliðinu tilkynning um mikinn eld við bæ í Arnarneshreppi norðan Akureyrar.  Vegfarandi tilkynnti um brunann en gat ekki séð hvort hann var í íbúðar- eða útihúsum.

Heimsóknir í leikskóla

Eldvarnir í leikskólum, Logi og Glóð. Í síðust viku lauk heimsóknum okkar til elstu barnanna í öllum þeim leikskólum sem eru á okkar stafsvæði einnig fórum við í þrjá leikskóla í Dalvíkurbyggð.  Þessar heimsóknir eru hluti af samstarfi milli elstu barnanna í leikskólunum, slökkvilið Akureyrar og Eignarhalsfélags Brunabótafélags Íslands.