Fréttir

Mengunarmælar og meðhöndlun þeirra

Undan farna daga hafa slökkviliðsmenn hjá SA fengið kennslu í meðhöndlun mengunarmæla þ.e. notkun og umhirðu mælanna. Hjá okkur hefur verið sérfræðingur frá RAE-system sem er stór aðili í framleiðslu og uppsetningu efnamæla. Áherslan hefur verið að þjálfa upp tvo menn sem í framhaldinu munu fara með þekkingu sína til annara starfsmanna slökkviliðsins. Þetta sem viðbót er mjög stórt skref í uppbyggingu okkar til að veita betri þjónustu vegna mengunarslysa, sem felst ekki síst í því að tryggja betur öryggi slökkviliðsmanna okkar. Það er lykil atriði í björgunar aðgerðum að geta metið hættuna og hafa sem bestan búnað til þess að það sé mögulegt. Árangur aðgerða byggist á réttu mati !.....................

Bensínflutningabíll veltur

Tilkynning barst kl. 8:17 í morgun frá 112 um að bensínflutningabíll hefði oltið í Ljósavatnsskarði, skammt norðan Stórutjarnarskóla og að ökumaður væri slasaður.  Strax var sendur sjúkrabíll með 3 mönnum á staðinn ásamt dælubíl með 2 mönnum.  Ljóst var að sjúklingur væri ekki fastur í bílnum.  Jafnframt var óskað eftir því að Slökkvilið Þingeyjarsveitar yrði kallað út, svo og tvær vaktir SA.  Einnig var óskað eftir því að sendur yrði tankbíll SA til aðstoðar.  Sá bíll er með 10000 lítra af vatni og 600 lítra froðutank og búinn sjálfvirkri froðublöndun í dælu.

Könnun varðandi menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna

Um þessar mundir er verið að undirbúa könnun á landsvísu sem ætlað er að afla upplýsinga um menntun og þjálfun þeirra sem að sjúkraflutningum koma. Jafnframt verður leitað eftir upplýsingum varðandi undirbúning að fyrirhuguðu bráðatækninámi (Paramedic) á Íslandi. Allir sjúkraflutningamenn, rekstraraðilar sjúkraflutninga svo og nokkrir hjúkrunarfræðingar og læknar á landsbyggðinni eiga von á kynningarbréfi fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Könnunin verður rafræn og í kynningarbréfinu mun fylgja lykilorð til þess að geta svarað spurningunum.

Hrísey

Tveir slökkviliðsmenn frá Akureyri fóru í vinnuferð til Hríseyjar um helgina. Ýmsum aukabúnaði var bætt í starfsstöðina, eins og handverkfærum, vöðlum, 4” slöngum, efri skáp og fl. Veðrið var eins og best verður kosið, til að nýta sér það var þekjandi fúavörn borin á allt tréverkið á húsinu....................................

Leitarköfun í “Lóninu”

Á laugardags kvöld þótti lögreglu ástæða til að gera leit í lóninu fyrir ofan stífluna í Gleránni. Kafari frá Slökkviliði Akureyrar fór í leit neðan Borgarbrautar og fylgdi straumröstinni niður af stíflu. Sem betur fer hefur líklega ekki verið ástæða til þessa, en verkefnið ítrekaði gott samstarf slökkviliðs og lögreglu.............

Fyrirlestur um eldinn í Mont Blanc göngunum 1999.

Í mars árið 1999 kviknaði mikill eldur í Mont Blanc göngunum. Þau eru 12 km. löng og liggja á milli Frakklands og Ítalíu, 39 manns létu lífið í brunanum.  Umfangsmiklu björgunar- og slökkvistarfi var stjórnað frá hvoru landi fyrir sig.  Eric Ciroud, sem var slökkviliðsstjóri í Chamonix á þessum tíma, var stjórnandi aðgerða Frakklands megin.........................