Fréttir

Eldur í sportbíl við Kristnes

Sunnudagskvöldið 23. september 2007 fékk Slökkviliðið tilkynningu um eld í bíl við afleggjarann að Kristnesi í Eyjafirði. Þegar að var komið var bíllinn alelda en um var að ræða Corvettu sportbíl en mikið er að plastefnum í yfirbyggingu slíkra bíla til að gera þá léttari. Eins og sjá má af myndum er bíllinn ónýtur.

Annríki vegna vatnsleka

Slökkviliðið fékk nokkur útköll í gær vegna vatnsleka.  Vegna vinnu við heitavatnskerfi fór þrýstihögg inn á kerfið með þeim afleiðingum að inntök gáfu sig í nokkrum húsum í Glerárhverfi.  Tjónið var mest í tveimur húsum við Steinahlíð og í Rimasíðu en einnig varð tjón víðar.

Tvö slys á sömu mínútunni.

Af akureyri.net. Óhapp varð í motocrossbraut Kappakstursklúbbs Akureyrar rétt ofan við Akureyri laust eftir klukkan sex á þriðjudagskvöldið. Þar voru á ferð tveir félagar sem voru að koma ofan úr Hlíðarfjalli á fjórhjólum sínum og ákváðu að taka einn hring í brautinni hjá KKA sem endaði með því að annar þeirra steypti hjólinu sínu fram yfir sig. Hann var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið en er ekki alvarlega slasaður.

Eldur í sumarbústað

Rétt rúmlega sjö í kvöld kom tilkynning til Slökkviliðsins að eldur væri laus í sumarbústað í Heiðarbyggð ofarlega í Vaðlaheiði.  Dælubíll var sendur á staðinn og í kjölfarið tankbíll og fleiri slökkviliðsmenn.