Fréttir

Slökkviliðsstjóri segir upp störfum.

Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar hefur sagt upp störfum.  Hann tilkynnti þetta á starfsmannafundi Slökkviliðs Akureyrar í dag, fimmtudaginn 14. september og jafnframt að hann lætur af störfum frá og með deginum í dag.

Flugvél hlekktist á.

Sunnudaginn 3. sept. sl. fékk Slökkvilið Akureyrar tilkynningu um að flugvél hafi farið niður í Arnarneshreppi, norðan Akureyrar.  Sendir voru tveir sjúkrabílar, auk tækjabíls því fyrstu upplýsingar voru á þá leið að flugmaður og farþegi væru fastir í vélinni.  Þeir komust þó út að sjálfsdáðum og reyndust ómeiddir.