Fréttir

Mikið annríki um helgina

Mikið annríki var hjá Slökkviliði Akureyrar um helgina.  Bæði voru það verkefni vegna mikils fjölda gesta í bænum í tengslum við "Bíladaga" en einnig önnur verkefni.  Hvorki voru þó útköll vegna bruna eða alvarlegra slysa.

Kona lést í eldsvoða

Um kl. 8:45 í morgun var tilkynnt um eld í húsi á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi.  Slökkvilðið á Grenivík og Slökkvilið Akureyrar voru kölluð út.  Sendir voru dælubílar frá báðum liðum á vettvang auk sjúkrabíls frá Akureyri.

Ammoníaksleki á Grenivík

Ammoníakleki kom upp í togaranum Frosta sem liggur við bryggju á Grenivík. Þar er unnið að viðhaldi. Tilkynning barst  um kl. 18:30 í kvöld. Slökkvilið Akureyrar og Slökkvilið Grenivíkur eru á staðnum og vinna að því að loka fyrir lekann.