Fréttir

Gleðilegt nýtt ár

Slökkviliðið á Akureyri óskar öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs með ósk um að áramótin verði friðsöm og áfallalaus.  Slökkviliðið hvetur til aðgæslu í meðferð elds og skotelda.  Við hvetjum alla til að kynna sér varúðarreglur um skotelda sem finna má á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.  Einnig að horfa á kynningarmyndbandið "Ekkert fikt" með börnum sínum.  Á heimasíðu SL má einnig finna leiðbeiningar fyrir eigendur gæludýra.

Eldur í einbýlishúsi

Slökkvilið Akureyrar var kallað að íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu skömmu eftir kl. 9 í morgun en þar hafði komið upp eldur í rafmagnstöflu í kjallara. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsráðandi búinn að slökkva eldinn með handslökkvitæki, sem logaði aðeins í rafmagnstöflunni.

Einbýlishús stórskemmt

Um miðjan dag í dag var Slökkviliðið kallað út vegna heitavatnsleka í einbýlishúsi á Akureyri.  Svo virðist sem blöndunartæki á efri hæð hússins hafi gefið sig en húsið er tvær hæðir, ris og kjallari.  Enginn hefur verið í húsinu undanfarna daga og því uppgvötaðist lekinn ekki fyrr en nágranni veitti því athygli að ekki var allt með feldu.

Róleg jólahátíð

Jólahald fór greinilega mjög vel fram hjá Akureyringum og nærsveitungum um þessi jól og munum við varla rólegri jól. 

Sjúkraflug á Svipstundu

Beiðni barst til Slökkviliðs Akureyrar um sjúkraflug frá lækni á Húsavík kl: 11:20 í dag. Um var að ræða F1 flug sem er alger forgangur þar sem um mikið hjartveikan sjúkling var að ræða. Þrátt fyrir að ræsa þyrfti alla áhöfn heiman frá sér þ.e sjúkraflutningamann, lækni og flugmenn þá sýndi það sig hversu megnug samvinna þessara aðila er. Einungis 34 mínútum seinna eða 11:54 lenti vélin á flugvellinum við Húsavík og tók á móti sjúklingi til flutnings. Flogið var til Reykjavíkur og lent þar um kl: 13:00. Þessi tímarammi telst afar góður sem byggist á vel samhæfðum hóp frá Slökkviliði Akureyrar, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Mýflugi.

Gleðileg jól

Slökkvilið Akureyrar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla með von um að hátíðarnar verði áfallalausar. Munum að það er margt sem við getum sjálf gert til að tryggja aukið öryggi okkar. Förum varlega með eld og eldfæri. Munið að brýna fyrir börnum að flugeldar eru ekki leikföng. Kærar kveðjur Slökkviliðsmenn á Akureyri 

Eldur í skipi við Krossanes

Um kl. 9 í morgun (15. des.) kom tilkynning um að skip væri alelda við bryggjuna í Krossanesi.  Um er að ræða ms. Hegranes en verið er að rífa skipið.  Komst eldur í hrúgu af einangrun sem verið var að rífa úr lest skipsins og logaði bæði upp úr lest skipsins og eins fram úr stefni þess þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Neyðarflutninganámskeiði lokið.

Á mánudaginn, 3. desember þreyttu 14 nemendur próf, eftir 5 vikna setu á neyðarflutninganámskeiði, þar af fjórir frá Slökkviliði Akureyrar. Prófdagurinn er langur og strangur og hófst dagurinn með tveggja klukkustunda löngu krossaprófi og í framhaldi af því þurfa nemendur að fara í gegnum sex mismunandi verklegar stöðvar. Prófið gekk vel að sögn umsjónarmanna.

Fjölgun á sjúkraflugi

Nú við upphaf desembermánaðar er ljóst að fjöldi ferða í sjúkraflugi á þessu ári verður sá mesti frá því Slökkvilið Akureyrar hóf það fyrir um 10 árum síðan.

Bílvelta á Grenivíkurafleggjara.

Að kvöldi 1. desember var Slökkvilið Akureyrar kallað út í bílveltu á Grenivíkurafleggjara.