Fréttir

Gleðilegt nýtt ár !

Slökkviliðið á Akureyri óskar öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs með ósk um að áramótin verði friðsöm og áfallalaus.  Slökkviliðið hvetur til aðgæslu í meðferð elds og skotelda.

Ábendingar frá lögreglu vegna flugelda.

Nú þegar áramótin fara í hönd hefst tíma flugelda og annarra skotelda og fylgir því oft mikill spenningur hjá börnum og unglingum. Varðandi skotelda almennt vill lögreglan koma eftirfarandi á framfæri:

Eldur í Kaffi Amor

Um átta mínutur yfir átta í morgun kom tilkynning frá öryggisverði að brunaviðvörunarkerfi hafi farið af stað á skemmtistaðnum Kaffi Amor og gæfi boð um eld á efri hæð.

Vatnsleki

Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um vatnsleka í húsnæði við Furuvelli um kl: 12:48 í dag.

Gleðileg jól

Slökkviliðið á Akureyri óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla með ósk um að þau verði friðsöm og áfallalaus.

Vatnselgur / Aurskriður

Slökkvilið Akureyrar ásamt lögreglu, bæjarstarfsmönnum og björgunarsveitinni Súlum stóðu í ströngu við vatnsdælingar í gærkveldi og í alla nótt. Enn stendur dæling yfir en fráveitukerfi hefur undan eins og staðan er núna.

Jólin eru að koma

Kallinn hann Viðar var glettinn þar sem hann sat undir stýri á gamla rauð í kvöld, tók nokkra hringi á planinu utan við Árstíg og lagði honum svo fagmannlega við hornið á Tryggvabrautinni.  Enda fáir í liðinu sem þekkja gamla jafn vel.  Sá gamli (þ.e. bíllinn) er orðinn fastur hluti af jólaundirbúningi slökkviliðsins, sem felst í að skreyta hann með jólaseríum, stilla honum upp og leyfa bæjarbúum að upplifa jólastemmningu í anda slökkviliðsmanna. Jólakveðja..

Eldur í Oddeyrargötu 10

Rétt fyrir klukkan hálf tólf í gærkvöldi kom tilkynning frá 112 um eld í sjónvarpi í húsi við Oddeyrargötu á Akureyri.  Vaktin fór á staðinn á dælubíl og sjúkrabíl.  Þegar að var komið var eldur á efri hæð hússins og mikill reykur í húsinu.  Íbúi hússins var þá kominn út og einnig íbúar í annarri íbúð í húsinu.  Reykkafarar fóru strax inn í húsið og náðu fljótlega að slökkva eldinn. Nokkurn tíma tók að reyklosa báðar íbúðirnar en mikill reykur barst um allt húsið.

Jólin eru að koma

Kallinn hann Viðar var glettinn þar sem hann sat undir stýri á gamla rauð í kvöld, tók nokkra hringi á planinu utan við Árstíg og lagði honum svo fagmannlega við hornið á Tryggvabrautinni.  Enda fáir í liðinu sem þekkja gamla jafn vel.  Sá gamli (þ.e. bíllinn) er orðinn fastur hluti af jólaundirbúningi slökkviliðsins, sem felst í að skreyta hann með jólaseríum, stilla honum upp og leyfa bæjarbúum að upplifa jólastemmningu í anda slökkviliðsmanna. Jólakveðja..

Slökkviliðið fær nýjan bíl

Slökkvilið Akureyrar fékk í gær afhentan nýjan bíl hjá Toyota umboðinu á Akureyri.  Um er að ræða Toyota Hiace sendlabíl 4x4 með sætum fyrir 8 farþega.  Bíllinn er tekinn á rekstrarleigu til 3 ára.  Það var Radioraf í Kópavogi sem sá um að búa bílinn búnaði til forgangsaksturs og fjarskiptatækjum.  Bíllinn leysir af Nissan Navara pallbíl sem hefur verið þjónustu- og bakvaktarbíll SA undanfarin 3 ár.