Fréttir

Öskudagur

Eins og víða annars staðar fjölmenntu börnin á slökkvistöðina í morgun og sungu fyrir starfsmenn.  Þau voru mörg í flottum búningum og báru sig vel þrátt fyrir kulda og hríð.  Frábær frammistaða hjá þeim !!

Frábær björgunarsög.

Í brunanum í Hrafnabjörgum í síðustu viku kom sér vel keðjusögin okkar.

Eldur í einbýlishúsi

Í morgun var slökkvilið á Akureyri kallað að einbýlishúsi við Hrafnabjörg á Akureyri vegna elds.  Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang en slökkvistarf tók tæpa tvo tíma.  Einn maður var í húsinu þegar eldurinn kom upp og var hann fluttur á sjúkrahús vegna brunasára og reykeitrunar.

Allir starfsmenn ljúka ILS námskeiði.

Í janúar luku 34 starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar sem starfa við sjúkraflutninga, námskeiði í sérhæfðri endurlífgun, ILS (Immediate Life Support) hjá Sjúkraflutningaskólanum.  Námskeiðið var liður í árlegri endurmenntun sjúkraflutningamanna.