Fréttir

Gleðileg jól

Slökkvilið Akureyrar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla með von um að hátíðarnar verði áfallalausar. Munum að það er margt sem við getum sjálf gert til að tryggja aukið öryggi okkar. Förum varlega með eld og eldfæri. Munið að brýna fyrir börnum að flugeldar eru ekki leikföng. Kærar kveðjur Slökkviliðsmenn á Akureyri 

Eldur í skipi við Krossanes

Um kl. 9 í morgun (15. des.) kom tilkynning um að skip væri alelda við bryggjuna í Krossanesi.  Um er að ræða ms. Hegranes en verið er að rífa skipið.  Komst eldur í hrúgu af einangrun sem verið var að rífa úr lest skipsins og logaði bæði upp úr lest skipsins og eins fram úr stefni þess þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Neyðarflutninganámskeiði lokið.

Á mánudaginn, 3. desember þreyttu 14 nemendur próf, eftir 5 vikna setu á neyðarflutninganámskeiði, þar af fjórir frá Slökkviliði Akureyrar. Prófdagurinn er langur og strangur og hófst dagurinn með tveggja klukkustunda löngu krossaprófi og í framhaldi af því þurfa nemendur að fara í gegnum sex mismunandi verklegar stöðvar. Prófið gekk vel að sögn umsjónarmanna.

Fjölgun á sjúkraflugi

Nú við upphaf desembermánaðar er ljóst að fjöldi ferða í sjúkraflugi á þessu ári verður sá mesti frá því Slökkvilið Akureyrar hóf það fyrir um 10 árum síðan.

Bílvelta á Grenivíkurafleggjara.

Að kvöldi 1. desember var Slökkvilið Akureyrar kallað út í bílveltu á Grenivíkurafleggjara.

Dæling úr AXEL

Í býtið í morgun, föstudaginn 30. nóvember, var óskað eftir aðstoð slökkviliðsins við að dæla olíumenguðum sjó úr flutningaskipinu AXEL sem skemmdist þegar það tók niðri við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði í síðustu viku. Skipið liggur við bryggju á Akureyri. Þegar þetta er skrifað hafa 4 slökkviliðsmenn dælt um 100 þúsund lítrum úr lest skipsins síðan í morgun. Dælt er á tanka hjá Olíudreifingu þar sem olían fer í gegnum olíuskiljur.

Eldur í Stærra Árskógi

Rétt fyrir klukkan 5 í dag (17. nóv.) var tilkynnt um eld í fjósi við bæinn Stóra Árskóg í Dalvíkurbyggð.  Strax voru boðuð slökkviliðin á Dalvík og einnig frá Akureyri þar sem ljóst var að um töluverðan eld var að ræða.  Björgunarsveitin á Árskógsströnd var einnig kölluð út enda veður með versta móti, norðan 15-20 m. á sek. og blindhríð.

Eldvarnir í leikskólum, Logi og Glóð.

Lokið var við að heimsækja alla leikskóla á okkar starfssvæði s.l. mánudag. Alls staðar var vel tekið á móti okkur í þessum heimsóknum og ánægja með verkefnið(sjá hér). Farið var yfir hlutverk leikskólanna í því samkomulagi sem skrifað var undir 11. október (sjá hér). Slökkviliðsstjórar á Dalvík og Grenivík óskuðu einnig eftir samvinnu við þetta verkefni hjá þeim og lauk því með heimsókn í leikskólann Leikbæ á Árskógsströnd.  Samtals voru því heimsóknir í leikskóla 21 í tengslum við verkefnið.

Atvinnuslökkviliðsmannanámskeið í heimsókn

Nemendur á atvinnuslökkviliðsmannanámskeiði komu í heimsókn til okkar í síðustu viku og tóku góðan dag í æfingar.  M.a. voru settar upp reykköfunaræfingar í "Hótel Akureyri" sem er gamalt 3 hæða hús í miðbænum sem bíður niðurrifs.  Eftir miklar og erfiðar æfingar þar komu þeir á slökkvistöðina þar sem búið var að útbúa góða þrautabraut úr rörum sem enduðu með góðri salibuni niður rör sem endaði í "sundlauginni" okkar.

Fundur félags slökkviliðsstjóra

Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra var haldinn á Hótel Heklu 26. október sl. Auk aðalfundarstarfa flutti Brunamálastjóri erindi um helstu mál sem "brenna" á slökkviliðsstjórum, umræður voru fjörugar og sýndar voru myndir frá helstu brunum síðasta ár, þ.á.m. Hringrásarbrunanum hér á Akureyri. Á laugardeginum var síðan farið vítt um neðri hluta Árnessýslu og margt skemmtilegt skoðað, t.d. allur slökkvibílafloti svæðissins.