Fréttir

Annasöm helgi

Helgin var annasöm hjá liðinu um en  15 sinnum var liðið kallað út til starfa. 

LSS verkefni

Í síðustu viku lauk heimsóknum í alla grunnskóla á Akureyri ásamt Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla, Hrísey og Valsársskóla þar sem að öll átta ára börn voru frædd um helstu atriði eldvarna.  Þessar heimsóknir voru liður í Eldvarnarátaki 2009 sem að Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ( LSS ) stóð fyrir.

Eldur í skipi við Slippinn

Rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun var Slökkvilið Akureyrar kallað út vegna elds í rannsóknarskipinu Posedon sem liggur við Slippkantinn á Akureyri.

Æfing með hjálparliði í Eyjafirði.

Þann 3. nóvember s.l var haldin æfing með hjálparliði  slökkviliðs Akureyrar (SA) í Eyjafirði. En SA og björgunarsveitin Dalbjörg gerðu með sér samkomulag um mönnun þess og æfingar í desember á síðasta ári.

Leikskólaheimsóknir

Eldvarnir í leikskólum, Logi og Glóð. Í dag lauk heimsóknum okkar til elstu barnanna í alla leikskóla á stór Eyjafjarðarsvæðinu að Dalvík meðtöldu.  Þessar heimsóknir eru hluti af samstarfi milli leikskólanna, Slökkviliðs Akureyrar og Eignarhalsfélags Brunabótafélags Íslands.  Þar sem að elstu börnin í leikskólunum gerast sérstakir aðstoðamenn slökkviliðsins og fara yfir að brunavarnir í leikskólunum séu í lagi.

Flugvallarfræðsla

Þá er flugvallarfræðslu lokið þetta árið. Slökkvilið Akureyrar sér um fræðslu á flugvöllum landsins samkvæmt samningi þar um.

Manni bjargað úr brennandi húsi

Rétt fyrir kl hálf níu í kvöld var slökkviliðið kallað út vegna mikils reyks frá húsi við Barmahlíð á Akureyri. 

Æfing með FSA og sænskri sjúkraflugssveit

Á laugardaginn tók Slökkvilið Akureyrar þátt í stórri æfingu með Sjúkrahúsinu á Akureyri, Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri og SNAM sem stendur fyrir The Swedish National Air Medevac en þeir komu til Akureyrar með sérútbúna Boeing 737 sjúkraflugvél sem getur tekið tugi sjúklinga, þar af 6 gjörgæslusjúklinga.

Róleg og þægileg helgi

Helgin hjá slökkviliði Akureyrar hefur verið róleg og þægileg.

Hús mikið skemmt eftir eldsvoða

Slökkvilið Akureyrar var kallað út kl. 15:09 í dag vegna reyks frá húsinu við Aðalstræti 13.  Þegar dælubíll kom á staðinn var talsverður eldur í mannlausri íbúð á jarðhæð í norðurenda hússins en fjórar íbúðir eru í húsinu.